fimmtudagur, 3. apríl 2008

jæja þá.....

.. veit ég ekki alveg hvernig þetta blogg á að virka núna enda okkar ævintýri í Lopasokkalandi í pásu fram að áramótum. Eins og flestir vita mun Viktor sparka í knöttinn í vesturbænum í sumar og við ásamt frumburði komin heim í bili. Íbúðin í Lilleström komin á leigu og dótið allt í geymslu.
Nú er svo komið á hreint að við litla fjölskyldan munum vera búsett á Hörpugötu á meðan þessar tilfæringar standa yfir. Lítil og sæt kjallaraíbúð í æðislegu hverfi. Við mægður verðum lausar og liðugar í sumar og pabbinn ætlar að vinna smá fyrir hádegi með boltanum en vera mest í fríi með okkur.

Veit ekki aveg hvernig ég mun haga þessu bloggi héðan af..... þar sem við erum ekki lengur langt í burtu frá fjölskyldu og vinum. Þótt að ævintýri lopasokkalands eru á "hold" þá er nýtt og ennþá meira ævintýri hafið hjá okkur báðum en uppeldi Höllu Elísabetar er mikið og stórt hlutverk fyrir nýbakaða foreldra. Kannski mun þessi bloggsiða fjalla um okkar afrek á þeim bænum.....

sjáum til

föstudagur, 28. mars 2008

Við kynnum til leiks...


Höllu Elísabetu Viktorsdóttur
Skírð þann 22. mars ´08

kveðja stoltir foreldrar

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Komnar heim


Við mæðgur erum lentar á Fróni. Mamman í fyrsta sinn í 8 mánuði og dóttirin í fyrsta sinn á sinni stuttu ævi. Sú stutta var algjört fyrirmyndabarn á leiðinni og áhyggjur móðurinnar yfir flugferðinni óþarfar. Það var ekki fyrr en beðið var eftir farangrinum á Leiðstöð sem litli apakötturinn okkar byrjaði að þenja lungun sín og hætti ekki fyrr en hún var komin út í bíl.

Erum báðar mjög glaðar með að vera komnar heim í faðm fjölskyldunnar og vonum að pabbinn geti komið til okkar í bráð.

fimmtudagur, 31. janúar 2008

Ein vika...


...er liðin síðan þessi unga dama kom í heiminn!
Flottust!!

laugardagur, 26. janúar 2008

Smá mont...


Sæt feðgin á fyrstu klukkutímum dömunnar í þessum heimi...

ástarkveðjur til ykkar frá nýbökuðum foreldrum

föstudagur, 25. janúar 2008

Noregsbarn Viktorsdóttir


Jæja þá er prinsessan loksins komin. Hún er 3,39kg og er 49cm.
Farið endilega á barnaland.is því þar eru fleirri myndir væntanlegar, innan klst.

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Aldarfjórðungur


... er síðan þessi ungi drengur fæddist...
25 ár

Húrra húrra húrra húúúúrrraaaaaaaaaaa.....!!!!!!!!